Lag: Stóð ég úti í tunglsljósi
Texti: hkj

C G C
Sögu vil ég segja og kynna hér í kvöld.
G G7 C
Sögu af Hestlandsdrottningu sem situr nú við völd.
F C G7 C
Stjórnar hún af mildi í sátt við prinsinn sinn,
::sem elskar sína drottningu svo rjóður á kinn::

C G C
Þau byggðu hús í túnfæti sem heitir Brekkukot.
G G7 C
Byggingin er glæsileg og sæmir vel sem slot.
F C G7 C
Svo fóru þau að planta og planta nýjum skóg.
::Þau plöntuðu svo mikið af trjánum var þar nóg::

C G C
Stóð ég úti á palli og studdi mig um leið.
G G7 C
Með stafinn góða í hendi ég undraðist og beið.
F C G7 C
Horfði á tréin vaxa og vaxa undurskjótt.
::Verða svo að skógi á einni sumarnótt::

C G C
Þannig fer um heiminn ef aðgát ei er höfð.
G G7 C
Oft má vítin varast en sagan nú er sögð.
F C G7 C
Hvar ertu drottning Edda, sem áttir allt mitt hrós.
::Nú ertu mér horfin sem forðum Þyrnirós.