Lag: I was born under a wandering star eftir Fredrick Loewe
Texti: hkj

C G C
Ég á mér ból undir Hestfjalls brún.
C G
Ég á mér ból undir Hestfjalls brún.
F
Á veturna þá snjóar.
F
Á sumrin skín þar sól.
C
Á haustin fer að blása
D G
og blæs fram undir jól

C G C
Ég á mér ból undir Hestfjalls brún.
Em
Á heiði vellur spói.
Bm
Í ánni stekkur lax.
Em
Refur býr í greni.
Bm
Á hesti sveiflast fax.
Dm
Heima er best að vera,
Am
að hugsa um sjálfan sig.
Dm

G
Hestland er það besta fyrir mig.
C G C
Ég á mér ból undir Hestfjalls brún.
C G
Ég á mér ból undir Hestfjalls brún.

F
Lífið er ei auðvelt,
F
ég þekki sorg og sút.
C
Sérhvern dag skal þreyja
D G
og drekka svo af stút.
C G C
Ég á mér ból undir Hestfjalls brún.

Em
Sólin rís að morgni
Bm
en sest við svalan sæ.
Em
Vindur strýkur vanga
Bm
og hundgá berst frá bæ.
Dm
Heima er best að vera,
Am
að hugsa um sjálfan sig.
Dm G
Hestland er það besta fyrir mig.

C G C
Ég á mér ból undir Hestfjalls brún.
C G
Ég á mér ból undir Hestfjalls brún.

F
Er kvöldi fer að halla,
F
ég leita heim á við.
C
Nýr dagur rís að morgni
D G
þá held ég á ný mið.

C G C
Ég á mér ból undir Hestfjalls brún.
C Am F G C
Und-ir Hestfjalls brún