Kæru Hestlendingar.
Eftirfarandi póstur barst frá Herði Óla Guðmundssyni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.):
Sæl og blessuð öll.
Nú fer vorið að láta á sér kræla með öllu því sem því fylgir. Ég hef verið latur við að senda ykkur póst í vetur en er að bæta úr því núna.
Það er gott að fá að vita um breytingar á stjórnum sumarhúsafélaga, þannig að póstur fari á rétta aðila. Líka ef ný félög hafa verið stofnuð.
Minni á heimasíðuna www.gogg.is og endilega að senda mér póst ef þið haldið að ég geti hjálpað ykkur með eitthvað.
Hér fylgir bókun sveitastjórnar á síðasta fundi þann 2.apríl síðast liðinn.
13.Girðingar í sumarhúsahverfum.
Rætt var um ástands girðinga á ákveðnum sumarhúsasvæðum. Sveitarstjórn ítrekar að það er ekki á ábyrgð sveitarfélagsins að girða af einstök svæði. Landeigendum ber að fara að skipulagsskilmálum.
Með bestu kveðjum
Hörður Óli Guðmundsson