Aðalfundur Hests og Bunu var haldinn í safnaðarheimili Seljakirkju þann 13.03. sl. Fundurinn var fjölmennur að vanda og góður hugur í fundarmönnum.

Vitað var fyrir fundinn að tvö mál yrðu þar fyrirferðarmest, en það var annars vegar að leiða til lykta framtíðarskipulag varðandi staðsetningu rafmagnshliðsins við innkomu í sumarhúsabyggðina og staðsetningu vatnsmiðlunartankanna uppi á Hestfjalli. Og hins vegar athugun á lagningu hitaveitu í Hestland.

Lífleg umræða átti sér stað um þessa ólíku málaflokka. Nokkuð bar á áhyggjum fundarmanna varðandi örlög hitaveituvatnsins sem rennur frá húsunum, en samkvæmt upplýsingum frá tæknimanni sveitafélagsins er gerð 1-2 rúmmetra púkkþró við lagningu heimtaugarinnar sem á að sjá fyrir þessum vanda.


Staða hitaveitumálsins nú að loknu fræðsluátaks og skoðunarkönnunar í löndum bæði Kiðjabergs og Hests er þannig að um 110 einstaklingar eru áhugasamir að taka inn hitaveitu skyldi sveitafélagið vera jákvætt varðandi framkvæmdina. Ljóst er að verulegur áhugi er á þessari framkvæmd og því raunhæfur möguleiki á að þetta brýna hagsmunamál nái fram að ganga. Fulltrúar stjórna beggja sumarhúsabyggða munu ganga á fund sveitastjórnarinnar þann 19/05. Næstkomandi og kynna málið.

Þá samþykkti fundurinn tillögu stjórnar að lausn staðsetningar hliðsins og tankanna og munum við í framtíðinni greiða 75.000 kr árlega sem landleigu til eigenda Hests og Gíslastaða.

Árlegur vinnudagur Hestlendinga verður þann 17. maí. Safnast verður saman í Kinnhesti kl. 13 og tekið vel á því í 2-3tíma.

Verkefnin eru þau sömu og áður. Hlúð verður að Orminum langa. Bæði vegstæðinu svo og hugað að gróðri sem sums staðar er farinn að teygja sig inn á veginn. Þá fer vinnuflokkur og treystir á girðinguna yfir Hestfjall.

Að lokum er svo boðið uppá kaffi og kruðerí.

Fh. Stjórnar

Rafn A. Ragnarsson, ritari