Ágætt er að setja það í minni símanna ykkar, en að sjálfsögðu munum við vera með þetta númer hangandi á hliðinu, eða við hliðið.

Ef einhver er í vafa þá er þetta aðferðin:

þegar komið er að hliðinu er hringt í hliðið og það opnar þó aðeins fyrir þeim sem hringja úr þekktum númerum ( þau númer sem búið er að hlaða inn í minni hliðsins)

Þegar hliðið opnast er ekið í gegn. Hliðið lokast aftur sjálft.

Til að fara út er beitt sömu aðferðum.

Ef hliðsláin lokast á bíl eða aðra mótstöðu, þá fer sláin upp aftur.

Ef einhver vill hafa fjarstýringu er það í lagi. Þeir hjá Sindra, Viðarhöfða 6, eru nú með listann frá okkur hverjir mega kaupa fjarstýringu og munu þeir ganga þannig frá henni að hún þekkir okkar hlið.

Kveðja Edda Ástvaldsdóttir