2.2.2011
frá Eddu, formanni

F O L A L D I Ð

Fréttablað Hests Landeigendafélags í Grímsnesi

 

1.tbl. 19 árg. Janúar 2011
________________________www.hestland.is________________________

Ágætu bændur í Hesti gleðilegt ár.

Nú er farið að lengja daginn aftur og menn farnir að huga að gróðri, klippa og snyrta hann fyrir vorið. Fleiri og fleiri eru farnir út í að rækta matjurtir og væri gaman að fá eitthvað um það inn á heimasíðuna okkar, t.d hvað hefur heppnast best af tegundum og margt fleira. Til gamans má segja frá að í ár eru 20 ár síðan félagið var stofnað en samkvæmt fundagerðabók var það stofnað í júní árið 1991.

En nú er komið að aðalfundinum okkar og þætti stjórninni vænt um að sem flestir sæu sér fært að koma á fundinn og viðra við okkur verkin, lífið og tilveruna í Hestlandi. Á aðalfundi er kjörið tækifæri til að sýna sig og sjá aðra og koma fram sameiginlegum málefnum. Boðið verður upp á fyrirlestur í upphafi fundar sem mun fjalla um:

Hvernig á að spara orku?

Hannes Sigurðsson mun fjalla um varmadælur til upphitunar á húsum, en hann er sérfræðingur í slíkum málum.