Fréttablað Hests Landeigendafélags í Grímsnesi

 

2.tbl. 19 árg. Maí 2011
________________________www.hestland.is________________________

Ágætu bændur í Hesti, gleðilegt sumar !

Vor er í lofti þrátt fyrir kuldann undanfarna daga, gróðurinn allur að taka við sér. Þegar þetta er skrifað var undirrituð að frétta af öskufalli í Hestlandi frá gosinu í Grímsvötnum í Vatnajökli, náttúran lætur muna eftir sér, ekki má gleyma því.
Vinnudagur 2011
Vinnudagur í Hesti verður laugardaginn 28. maí 2011
Mæting í Kinnhesti kl 13:00

Verkefnin verða í ár:

1- Viðhald á veginum Rafn stýrir þeirri vinnu

2- Vinna við frágang á myndavélum við hliðið Þorleifur og Ágúst Lúther verða verkstjórar þar
3- Kinnhesturinn. Ætlunin er að lengja þakið fram á skýlinu í Kinnhestinum. Nú eru tjöldin sem við höfum notað á árshátiðum ekki í standi lengur til frekari brúks og í stað þess að fjárfesta í nýjum tjöldum teljum við þetta góðan kost.
Árni Friðriksson er yfirmeistarinn og Jón Karl verkstórinn. Til liðs við okkur höfum við fengið Pálma Krag en hann mun koma með moksturstæki til að vinna við hliðið og til að moka fyrir undirstöðum í Kinnhestinum.

Kaffi verður fram reitt eins og undanfarin ár og mun Brekkufrúin annast það.

Félagsskítur er væntanlegur og í ár munum við fá MOLTU eitt hlass.

Formaður stólar á góða mætingu bænda í Hesti með verkfæri og í vinnustuði en hann mun sjálfur mæta seint, vonandi þó nægjanlega snemma til að missa ekki af öllu.

Formaður
Edda Ástvaldsdóttir