Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu
Dalbraut 12
840 Laugarvatni

 

Vísum í auglýsingu Grímsness- og Grafningsherpps dags 13.10.2011 þar sem auglýst er nýtt deiliskipulag fyrir land Hests í Grímsnesi og Grafningshreppi.

Í auglýsingunni kemur fram að tvær breytingar eru gerðar á deiliskipulagi:
- Tveimur lóðum nr. 133 og 138 er bætt við „enda vegarins austast á svæðinu".
- Tveimur lóðum, nr. 5C og 7C er bætt við „enda vegarins nyrst á svæðinu".

Stjórn Landeigendafélags í Hesti gerir eftirfarandi athugaemdir við þessar auglýsingar:

· Ekki hefur verið haft samband við stjórn Landeigenda í Hesti og er þó verið að bæta fjórum lóðum á „einkaveg" sem félagið rekur. Vegurinn var lagður bundnu slitlagi á kostnað félagins fyrir nokkrum árum.

· Landeigendur í Hesti reka vatnsveitu á svæðinu og hefur ekki verið haft samband við stjórn hennar þó verið sé að bæta við fjórum húsum. Ekki er ljóst hvort núvernadi vatnsveita dugi til þessarar aukningar.

· Landeigendur reka hlið inná svæðið og öryggismyndavélar tengdu því. Ekki hefur verið óskað eftir aðkomu fleiri lóða að þessum búnaði.

· Ekki er vitað til að landeigendur, sem keypt hafa „endalóðir", hafi verið sérstaklega upplýstir.

Stjórn Landeigendafélagsins bendir á að þetta er þriðja breytingin sem gerð er á deiliskipulagi svæðisins án þess að stjórn eða aðrir hagsmunaaðilar séu upplýstir sérstaklega. Svona auglýsing er hugsanlega formlega rétt, en efast verður um að hún nægi til að allir sem málið varðar séu nægilega upplýstir.

Við óskum eftir að samþykkt þessa deiliskipulags verði frestað svo hægt verði að fjalla um það á almennum fundi landeigenda í Hesti. Ef ekki, þá áskiljum við okkur rétt til að skoða næstu skref í málinu.

F.h Hests Landeigendafélags
Edda Ástvaldsdóttir, formaður.