F O L A L D I Ð
Fréttablað Hests Landeigendafélags í Grímsnesi


4.tbl. 19 árg. Nóv 2011
________________________www.hestland.is________________________

 

Ágætu bændur í Hesti
Nú er vetur genginn í garð og má vænta allra veðra frosta, snjóa, vinda og fl. Rafmagnið getur dottið út vegna bilana þegar mest á reynir og gerðist það í síðustu viku að rafmagn datt út í um 20 mínútur. Þetta sýnir nauðsyn þess að allt sé vel frágengið svo ekki verði tjón og verður það ekki of oft ítrekað.

Deiliskipulag:
Auglýst er ”Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hests í Grímsnes- og Grafninghreppi”. Hana er að finna á Upplýsingavefnum Uppsveita Árnessýslu http://sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/

Breytingin felur í sér að bætt er við fjórum lóðum, tveimur lóðum inni í Torfgili nr. 133 og 138 og síðan tveimur við enda afleggjar nyrst á svæðinu sem verða nr. 5c og 7c.
Hvetjum við fólk að kynna sér málið en stjórn Hests Landeigendafélags hefur sent inn bréf til skipulagsfulltrúa um málið, afrit af bréfinu fylgir hér með.

Þorrablót:
Þorrablót er áætlað að vanda í janúar, árlegt tilhlökkunarefni það, gott er að vera tilbúinn með vísur í tíma, vel pússaða skó og hatt eða slaufu í seilingu.

Aðalfundur:
Er áætlaður í febrúar 2012, hann verður auglýstur nánar síðar.

Kæru vinir, eigið góða aðventu.
Edda Ástvaldsdóttir formaður.