F O L A L D I Ð
Fréttablað Hests Landeigendafélags í Grímsnesi


5.tbl. 19 árg. Des 2011
________________________www.hestland.is________________________

 

Ágætu bændur í Hesti.

Aðventan er gengin í garð með snjó og frosti. Fallegt er í Hestlandi í dag þegar þetta er ritað en kalt. Snjór er yfir landinu en vegurinn þó vel fær þó hún geti spillst á skömmum tíma. Golfklúbbur Kiðjabergs gerði okkur tilboð í snjóruðning í Hestlandi. Verkið verður unnið í samráði við stjórn Hestlands, en eins og gefur að skilja vill stjórnin áskilja sér rétt til að stýra verkinu. Nánari upplýsingar munu verða settar inn á www.hestland.is Á heimasíðuna eru komnar fallegar myndir frá Hestlandi og ef þið eigið góðar myndir úr sveitinni sem glatt geta bændur í Hesti þá endilega sendið þær á vefsíðustjórann okkar "Áslaug D. Benónýsdóttir" <This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.> .

Lóðarhafar í Kiðjabergi sendu okkur ályktun félagsfundar frá í nóvember, en hún fjallar um hraðakstur og hættur á blindhæð á Kiðjabergsvegi, en ályktunina er að finna inni á www.hestland.is Biðjum við bændur í Hesti að virða hraðatakmarkanir á veginum og hafa í huga aðstæður þegar ekið er um veginn, mikil umferð er af gangandi fólki kringum golfvöllinn, komum í veg fyrir slys með ábyrgum akstri.

Þorrablót Hestlendinga 2012

Hið árlega þorrablót Hestlendinga verður haldið laugardaginn 14. jan. 2012 í golfskálanum að Kiðjabergi og hefst það kl. 19:00.

Dagskrá verður með hefðbundnum hætti og munu konur prýða sig með hatti en karlar með slaufu. Vísur um bústaðinn ykkar eru himnasending en engin skylda. Blótið er upplagt fyrir sögur úr sveitinni í bundnu eða óbundnu máli og vísnasöng. Ábúendur geta tekið með sér gesti og óskast þátttaka tilkynnt til okkar eigi síðar en 31. des 2011. Verðið er 4.600 kr. á mann. Vinsamlegast leggið fjárhæðina inn á reikning nr. 515-14-400605, kt. 050856-2169 í síðasta lagi 6. janúar 2012. Á þorrablótinu verða veitt ýmis verðlaun. Þeir sem eru tilbúnir að gefa heimatilbúna muni eða annað eigulegt vinsamlegast látið nefndina vita. f.h þorrablótsnefndar,Steinunn Bjarnadóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., gsm: 844 4926 og Þórður G. Ólafsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., gsm: 894 1771

Aðalfundur

Er áætlaður í febrúar 2012, fylgist með á www.hestland.is

Kæru vinir, stjórnin óskar ykkur gleðilegra jóla.

Edda Ástvaldsdóttir formaður.