Ég lagði inn fyrirspurn til Grímsnes- og Grafningshrepps og spurðist fyrir hvað við sumarhúsaeigendur erum að fá fyrir fasteignagjöldin. Spurningu minni var hinsvegar ekki svarað (sjá svar hér að neðan, aðeins var talað um Kiðjabergsveginn. )

 

Kveðja Edda

 

Svarið við bréfi mínu:

Sæl Edda

Reglur varðandi snjómokstur í sveitarfélaginu eru þannig að Vegagerðin sér um mokstur á Biskupstungnabraut alla daga vikunnar nema þriðjudaga og laugardaga, þá er enginn mokstur.

Varðandi Kiðjabergsveginn þá er sá mokstur á höndum Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins og er reynt að halda honum opnum eins og veður leyfir. Það á þá aðeins við um Kiðjabergsveginn sjálfann og heima að lögbýlum þar sem er föst búseta. Hálkuvarnir eru á höndum Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins, Vegagerðin er með ákveðið mörg tæki í vinnu hjá sér til að sanda/salta og getur sveitarfélagið óskað eftir söndun/söltun. Vegargerðin framkvæmir söndunina/söltunina ef hún hefur tök á því. Um síðustu helgi voru aðrir vegir sem höfðu meiri forgang en hérðasvegir í Grímsnes- og Grafningshreppi, t.d. aðalvegir.

Varðandi mokstur í frístundahverfum þá mokar sveitarfélagið öll frístundahverfi fyrir páska þannig að fólk komist í bústaðina sína á skírdag og ef veður er þannig þá er mokað aftur annan í páskum svo fólk komist heim aftur.

Vona að þetta svari spurningu þinni um hvaða þjónustu sveitarfélagið veiti á Kiðjabergsveginum, ef ekki endilega hafðu þá samband við mig.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Harðardóttir

Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps