F O L A L D I Ð

Fréttablað Hests Landeigendafélags í Grímsnesi

1.tbl. 20 árg. Janúar 2012

________________________www.hestland.is________________________

Ágætu bændur í Hesti.

Veturinn hefur verið snjóþungur það sem af er vetri og færð misgóð. Í vetur hefur verið rutt á föstudögum í Hestlandi í samráði við stjórnina. Golfklúbbur Kiðjabergs hefur annast ruðninginn fyrir okkur með miklum sóma. Stofnaður hefur verið "lokaður hópur" á facebook bæði fyrir Hestlendinga og Kiðjabergsmenn, en síðunni er ætlað að miðla færð og veðri. Geta nú þeir sem eru fyrir austan skýrt frá og þeir sem eru að leggja af stað austur kíkt og forvitnast um færð og veður. Síðan hefur þegar sannað gildi sitt en til að vera með, þarf að biðja "vin á facebook" sem hefur aðgang að síðunni að merkja sig inn.

Eftirfarandi ályktun frá lóðarhöfum í Kiðjabergi látum enn fljóta hér með en þeir sendu okkur ályktun félagsfundar frá í nóvember, en hún fjallar um hraðakstur og hættur á blindhæð á Kiðjabergsvegi, en ályktunina er að finna inni á www.hestland.is Biðjum við bændur í Hesti að virða hraðatakmarkanir á veginum og hafa í huga aðstæður þegar ekið er um veginn, mikil umferð er af gangandi fólki kringum golfvöllinn, komum í veg fyrir slys með ábyrgum akstri.

Auglýst breyting á deiluskipulagi í landi Hests var ekki samþykkt (sjá niðurstöður á www.hestland.is). Á vefnum gogg.is sem er vefur Grímsnes og Grafningshrepps er fróðlegt að fylgjast með fundagerðum sveitarfélagsins en þar eru oft mál á dagskrá er varða okkur Hestlendinga.

Stjórn Hestlands og Bunu hlakkar til að hitta ykkur öll á

Aðalfundi félagsins

Sem verður miðvikudaginn 15 febrúar 2012 að Skipholti 70 kl.20.00

Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf (sjá samþykktir félagsins á hestland.is)

Fundurinn hefst með fræðsluerindi. Ræktun ávaxta sem Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur mun sjá um.

Kveðja

Edda Ástvaldsdóttir formaður