Hér eftirfarandi er tölvupóstur birtur frá Þrastalundi:

Þrastalundi, 15. mars 2012

Kæri formaður!

Við undirrituð höfum nú í rétt tæplega tvö ár reikð Þrastalund og viljum þakka ykkur kærlega fyrir komurnar hingað á því tímabili. Við lítum svo á að við séum hér ykkar þjónustmiðstöð – ykkar félagsheimili – og höfum reynt að bjóða upp á í verslun okkar helstu nauðsynjar sem fólk vanhagar um og áttar sig á því að það hefur gleymt heima þegar komið er í bústaðinn.

Við viljum benda ykkur á að hingað getið þið látið senda ykkur dagblöðin í áskrift þann tíma sem þið dveljið í sumarhúsinu ykkar. Getið tekið klakann með í gosdrykki helgarinnar. Snætt kvöldmatinn í huggulegum veitingasal okkar þegar þið eruð á leið í sumarhúsið (eða tekið hann með ykkur) og losnað þá við matargerðina fyrsta kvöldið í helgarfríinu. Keypt Lottó- og getraunamiða helgarinnar í leiðinni. Horft á boltaleiki helgarinnar á tjaldinu hjá okkur og svo mætti lengi telja.

Við viljum líka benda ykkur á að veislusalur okkar er einstakalega huggulegur til þess að halda allls kyns mannfagnaði, afmæli, brúðkaup, fundi og raunar hvað sem er. Útsýnið til Ingólfsfjalls yfir Sogið og Þrastaskóg er ekki neinu líkt. Að ógleymdum gönguleiðum um Þrastaskóg.

Gagnlegt væri fyrir okkur að fá ábendingar um þá hluti sem betur mættu fara til þess að gera þennan þjónustuþátt við ykkur enn betri, því betur sjá augu en auga. Hugleiðið málið og sendi okkur endilega línu á e-mailið okkar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. því okkar markmið er að gera enn betur en við gerum í dag.

Þar sem við sendum þetta einungis til ykkar, formanna í félögum sumarhúsaeigenda í Grímsnesi og Grafningshreppi langar okkur til þess að biðja ykkur um að áframsenda póstinn til ykkar félagsmanna á hverju svæði. Einngi viljum við minna á kaffihlaðborð n.k. sunnudag 18. mars en auglýsing varðandi það er send með þessum pósti sem viðhengi.

Með kveðju og von um áframhaldandi gott samstarf.

Verið ávallt velkomin

F.h. rekstraraðilar Þrastalundar

Kristín Anný Jónsdóttir sími 822 2158

Valgeir Ingi Ólafsson sími 822 5299