Ágætu sveitungar í Hesti.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.  Með hækkandi sól og vorkomunni kemur árlegur vinnudagur Hestlendinga sem að þessu sinni verður laugardaginn 16. maí n.k.

Mæting verður í Kinnhesti kl 13:00 og við hjálpumst að við ýmis sameiginleg vorverk.

Þar er helst að nefna hefðbundin störf svo sem girðingarvinnu, viðgerð á Orminum langa og annað sem til fellur.  Vinnudeginum lýkur svo með kaffi og meðlæti eins og hefð er fyrir.

Að venju er gert ráð fyrir að við mætum með skóflu eða garðhrífu sem kæmu að notum.

Varðandi kalda vatnið er verið að þrýsta á að rafvirki, pípari og Rarik ljúki sínum þætti í verkefninu við að koma 3 fasa rafmagni að dælunni og koma nýrri dælu fyrir.

Upplýsingar verða sendar um leið og þær liggja fyrir.

Kær kveðja
Ólafur Kristinsson