Ágætu sveitungar í Hesti.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Með hækkandi sól og vorkomunni kemur árlegur vinnudagur Hestlendinga sem að þessu sinni verður laugardaginn 21. maí n.k.

Mæting verður í Kinnhesti kl 13:00 og við hjálpumst að við ýmis sameiginleg vorverk.

Þar er helst að nefna hefðbundin störf svo sem girðingarvinnu, viðgerð á Orminum langa, gengið með Hvítá og hreinsað upp rusl og annað sem til fellur. Vinnudeginum lýkur svo með kaffi og meðlæti eins og hefð er fyrir.

Að venju er gert ráð fyrir að við mætum með skóflu, garðhrífu og/eða ruslapoka sem kæmi að notum.

Kær kveðja,
Ólafur Kristinsson