Ég lagði inn fyrirspurn til Grímsnes- og Grafningshrepps og spurðist fyrir hvað við sumarhúsaeigendur erum að fá fyrir fasteignagjöldin. Spurningu minni var hinsvegar ekki svarað (sjá svar hér að neðan, aðeins var talað um Kiðjabergsveginn. )

 

Undirrituð hefur fengið þau skilaboð frá nokkrum sumarhúsaeigendum í Hestlandi að það sé fólksbílafært á aðalveginum, misjöfn er færðin að einstökum sumarhúsum.

Stofnaður hefur verið hópur á facebook fyrir Hestland og Kiðjaberg.

Við minnum á skráningu á hið árlega þorrablót Hestlendinga sem haldið verður laugardaginn 14. janúar 2012 kl. 19:00 í golfskálanum að Kiðjabergi.