Haldinn 17. mars 2009, kl.20:000, í Skipholti 70 Reykjavík

 

Fundarstjóri:  Halldór Júlíusson

Fundarritari:   Ófeigur Geirmundsson

 

Dagskrá :

1.  Formaðurinn Edda flytur skýrslu stjórnar landeigenda í Hesti (sjá skýrslu hér að neðan).

Sláin (hliðið)keyrð niður, búið er að laga hana

Góður gróður í Kinnhesti. Elri (Ölur) dafnar vel.

Girðing löguð með aðkeyptri vinnu af Björgunarsveitinni Tintron.

Bunuskúr þarf að lagfæra og gera músheldann.

Hitaveita – orkuveitumaður kominn í Kiðjaberg gæti tengst væntanlegri hitaveitu í hverfið.

Heimasíða er til staðar kemur að einhverju leiti í staðin fyrir Folaldið.

Göngustígarnir eru góðir og grónir. Þá eru skilti tilbúin til að merkja þá.

Árshátíðin var góð einnig var þorrablótið fjölsótt.

Vinnudagur verður 06.06. eða fyrsti laugardagur í júní. 
 

2.  Formaður Bunu. Skýrsla Erlings flutt af Eddu (sjá skýrslu hér að neðan).
Erlingi þökkuð störf, einnig Ófeigi ritara , en þeir hætta báðir í stjórninni.

Fyrirspurnir um ofangreint - Orðið laust, engin umræða.

Skýrslur samþykktar af fundarmönnum samhljóða.
 

3.  Gjaldkeri  Hests og Bunu Jenetta sjá skýrslu.
 

4.   Fundur samþykkir viðgerð á húsi í Kinnhesti.

5.   Reikningar samþykktir samhljóða af fundarmönnum.

6.   Kosning í stjórn Bunu : Halldór Leifsson kosinn formaður Bunu, meðstjórnendur Rafn í Brekku og Guðbjartur í Steinabæ, einnig

 halda áfram á seinna ári Edda og Jenetta.

7.   Stjórn Hests : Edda, Jenetta báðar á seinna ári,  Halldór, Rafn og Guðbjartur kosnir til tveggja ára.

8.   Skoðunarmenn kosnir: Jón Briem og Anna Skúladóttir.

9.   Lagt var til að ársgjöld yrðu sömu og í fyrra eða 8.500,- v/Hests og 5.000.- v/Bunu.  Engin umræða , samþykkt samhljóða.

10. Önnur mál:

 Theodór þakkar stjórnum góð störf.

 Nokkrum fundarmönnum finnst sláin slysagildra og er illa við hana.

 Í umræðu um slánna kom fram fælingarmáttur hennar og keðjunnar, þykir gott að hún var sett upp.

 Fram kom sjónarmið um að trjágróður væri sumstaðar of nálægt veginum og byrgði  útsýni en það gæti á mót i hægt á umferð.

 Kvartað var yfir umferð fjórhjóla inn á óbyggðar spildur og einnig upp á fjallið og keyrt þar utan vegar og valdið  náttúruspjöllum.

 Hestland er stundum leiksvæði fyrir utanaðkomandi og jafnvel æfingasvæði fyrir björgunarsveitir.

 Þarna hafa komið bæði langferðabílar og jeppar í skipulögðum útsýnisferðum.

 Landeigendafélagið  ætlar ekki að eyða miklum peningum í veginn á fjallinu og ofangreindar ferðir eru ekki með þeirra leyfi.

 Fram kom að þá kemur sláin að góðu gagni.

 Spurt var :  Hvað með skilti sem bannar aðkomu ókunnugra inn á svæðið ?

 Mönnum fannst ósmekklegt að hlaða niður mörgum  skiltum um boð og bönn inn á frístundasvæði okkar.

 
Umræðu lokið og fundi slitið kl. 20:56 .

Kaffi og kökur og menn spjölluðu saman. 

Að lokum flutti Hildur  Hákonardóttir fróðlegt erindi um ræktun nytjajurta á sinn einstaka og skemmtilega hátt, fundargestum til mikillar ánægju.

Skýrsla stjórnar Landeigendafélags Hests vegna ársins 2008
Félagið heitir "Hestur" og er tilgangur þess að vinna að sameiginlegum málum svæðisins.  
Heimili þess og varnarþing er í Árnessýslu.  
A síðasta ári var starfsemi félagsins eftirfarandi:  
Stjórn félagsins var skipuð  
Edda Ástvaldsdóttir, formaður  
Jenetta Bárðardóttir, gjaldkeri  
Ofeigur Geirmundsson, ritari  
Halldór Leifsson, meðstjórnandi  
Erlingur Jónsson, meðstjórnandi.  
Samkvæmt samþykktum félagsins er kosið til tveggja ára í senn, formaður er kosinn sér.  
Formaður og gjaldkeri voru kosin til starfa 2007,  
en aðrir 2006 og kemur því til kosninga í ár til næstu tveggja ára. Ófeigur Geirmundsson, 
ritari, gefur ekki kost á sér til endurkjörs og Erlingur Jónsson hefur selt sitt hús og kemur  
því ekki til endurkjörs. Stjórn hefur kannað hverjir vilji gefa kost á sér og meðal annars  
hefur á vefnum okkar verið hvatning til Hestlendinga að gefa kost á sér.  
Folaldið, fréttabréf félagsins var sent út 4 sinnum á árinu 2008 eins og undanfarm ár, þ.e.  
febrúar, maí, júlí og desember. Tilgangur fréttabréfsins er að senda út tilkynningar um  
fundi og mannfagnaði ásamt að koma á framfæri ýmsum upplýsingum til félagsmanna,  
fréttabréfin má lesa á vefnum hestland.is.  
Vegamál. Í síðustu skýrslu stjórnar fyrir árið 2007 sagði "Við veginn hafa komið í ljós 
nokkur atriði sem talið er æskilegt að laga." tilvitnun líkur. Á þessu var tekið í sumar og 
var Ræktunarsamband Flóa og Skeiða fengið til að fara yfir veginn og laga hann, bæta 
slitlag og fl. Tókst sú aðgerð vel að okkar mati. Einnig var í samvinnu við Kiðjabergsmenn 
farið í viðgerð á Kiðjabergsveginum næst Hestlandi enda var það afar brýnt fyrir okkur sem 
inn í Hesland sækjum. Heildarkostnaður við þessar framkævmdir voru rúm miljón og teljum 
við henni hafa verið vel varið, og fór styrkurinn frá Grímsnes og Grafhingshreppi upp í 
þennan kostnað. 
Slá. Slá var sett upp á veginn við mót Hestlands og Kiðjabergs sem ætlað er að draga úr 
óþarfa umferð og vera fæla á óprúttna. Slá sem þessi eru víða út um land, en óhapp varð 
við slána ekki löngu eftir að hún var sett upp. Í kjölfar þess var sett pumpa á hann til 
frekara öryggis. Stjórnin er tilbúin að taka við góðum hugmyndum um betrumbætur ef menn 
búa yfir slíku þá endilega gefa sig fram með lausnir.
Gróður: Á vinnudegi í vor var hreinsað frá plöntum og hlúð að gróðri. Gróðurinn í 
Kinnhesti hefur hafst vel við og eru menn einróma sammála um að hann fegri og auki
gæði landsins. Við dæluskúrinn er lítill uppeldisreitur þar sem enn eru nokkrar furur og 
greni sem planta þarf út á komandi vinnudegi, ágætt er að hafa þar fáeinar plöntur í 
uppeldi, þetta fyrirkomulag hefiir gefíð góða raun. Þar sem lúpínan er við Kinnhestinn 
var gróðursett töluvert af Elri árið 2005, verður spennandi í vor að sjá hve vöxturinn er 
góður þar. Gæta þarf þó að taka ekki útsýni frá húsunum með of háum gróðri. 
Girðingin á fjallinu: Sú ákvörðun var tekin á síðasta ári að biðja Hjálparsveitina Tintron 
um að yfirfara girðinguna á móti styrk til hjálpasveitarinnar. Þetta var gert og fengum við 
engar tilkynningar um fé innan girðingar í ár. Við leggjum til að þessu verði fram haldið 
svona. 
Sameiginlegur reitur í Kinnhesti: Kinnhesturinn stendur fyrir sínum með félagskítinn 
og afdrep til að setjast niður á göngu við borð og bekk. Malarhaugur sem var á svæðinu 
hefur nú verið fjarlægður en á vinnudegi þarf væntanlega að lagfæra lítillega eftir þetta 
jarðrak, eitthvað hefur túnið farið illa á kafla, þannig mun þetta verða snyrtilegra hjá 
okkur. 
Hitaveita: Kiðjabergsmenn eru í upplýsingaleit og viðræðum við Orkuveituna en þær 
viðræður hafa ekki enn skilað neinu. Það sem þarf fyrst og fremst er að kanna áhuga 
manna á að taka inn heitt vatn og er vert að setja upp á vefaum einhverskonar könnun á 
þessu. Það er auglýst eftir áhugasömum hér og nú að taka þetta að sér. 
Heimasíða: Heimsíðan hestland.is stendur undir merkjum, vefsíðustjórinn Peter Ellenberger 
er mjög duglegur að víðhalda síðunni enda má sjá það á heimsóknum á síðuna. Á síðunni er 
að fínna upplýsingar um Hestland og Bunu, lesa Folaldið, skoða myndasafn, deiliskipulag, 
nöfn bæja svo fátt eitt sé nefnt. Allir eru hvattir til að leggja síðunni lið með að senda 
inn myndir úr landinu af því sem þar er að gerast. 
Göngustígar: Göngustígar samkvæmt deiliskipulagi eru allstaðar niður að Hvítá frá 
afleggjurum og niður á milli lóða, þannig að göngustígur liggur við jaðar hvers lands að 
ánni. Þessir stígar eru unnir að hluta þannig að gott er að komast að ánni mjög víða.  
Gönguleiðir eru því orðnar góðar um svæðið, merkingar á stígunum ásamt að merkja örnefni 
er hugmynd sem hefur verið lengi og væntanlega á þessu ári verður hafist handa  
við að byrja á þessu.  
Önnur mál: Hin árlega árshátíð tókst með ágætum í Kinnhesti um síðustu verslunarmannahelgi. 
Þorrablót er árlegt hjá Hestlendingum og var fjölmennt að vanda þetta árið enda nóg pláss 
í skálanum eftir þessa frábæru og vel heppnuðu stækkun hjá þeim.  
Stjórnarfundir hafa verið haldnir reglulega og málin rædd. Fastar uppakomur eins og 
vinnudagur, árshátíð og þorrablót hafa borið á góma, gjaldkeri hefúr á hverjum fundi
gefíð góða innsýn í fjármálin. Rætt hefur verið um hlið, girðingu, gróðurmál svo eitthvað
sé nefnt.
Stjórnin vill nota þetta tækifærið til að þakka öllum nefndum frábær störf en það er
sannfæring okkar og þeirra sem í þessu hafa staðið að þetta er besta og skemmtilegasta 
leiðin til að kynnast.
Reykjavík , 12. mars 2009
Edda Ástvaldsdóttir
Jenetta Bárðarðardóttir
Halldór Leifsson
Ófeigur Geirmundsson
 

Skýrsla stjórnar Vatnsveitunnar Bunu vegna ársins 2008

Á árinu 2008 hefur vatnsveitan Buna gengið áfallalítið og allur rekstur verið í 
eðlilegu horfi eins og reikningar félagsins glöggt bera með sér.

Dælur hafa gengið vel þó að "membra" "bakflæðisnemi" hafi bilað, en við 
þessa bilun rann vatn á gólfi dæluskúrsins um tíma. Fljótlega var skipt um 
nemann og hefur dælan virkað vel eftir það. Ofn í dæluhúsinu var endurnýjaður
og er þar nú lítill olíufylltur rafmagnsofn sem heldur hitastiginu á rauðum tölum.

Í kerfínu sjálfu varð leki á einum stað eða við tengibrunn við Vörðuás og Sælu.
Var gert við það hið snarasta. 
Þrátt fyrir þetta hefur þrýstingur á kerfi verið í lagi og ekki hefur borið á vatnsskorti.

Eitt hús hefur keypt sér aðgang að veitunni á síðasta ári. Hagnaður er af rekstri 
veitunnar, þannig að til er eitthvert fé komi til óvæntra útgjalda.

Formaður vatnsveitunnar Bunu var Erlingur Jónsson en hann sagði af sér 
formennsku síðastliðið vor, þar sem hann seldi sitt hús og sá sér ekki kost á að 
klára þetta tímabil, viljum við fyrir hönd félagsins nota tækifærið hér og þakka 
honum vel unnin störf. Stjórnarmenn hafa í sameiningu sinnt störfum formanns
út tímabilið.

Nú þegar hefur Ófeigur Geirmundsson einnig tilkynnt að hann gefur ekki kost á 
sér til frekari stjórnarstarfa en hann hefur verið ritari félagsins og þökkum við 
honum, fyrir hönd félagsins vel unnin störf.

F.h.stjórnar Vatnsveitunnar Bunu

Edda Ástvaldsdóttir

Í Stjórn : 
Edda Ástvaldsdóttir 
Halldór Leifsson 
Jenetta Bárðardóttir, gjaldkeri 
Ófeigur Geirmundsson, ritari