Stjórnarfundur þann 07.10.2003 haldinn að Vallhólma 4, Kópavogi.

Mættir voru:

Edda Ástvaldsdóttir formaður

Jenetta Bárðardóttir gjaldkeri

Ófeigur Geirmundsson meðstjórnandi

Drífa Maríusdóttir ritari boðaði forföll og Guðmundur Sigurður Ingimarsson forfallaður.

Sérstaklega var boðaður til fundarins Árni Friðriksson.

 

1.   Mál á dagskrá fundarins var bréf sem barst frá sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps, undirskrifað af sveitarsjóra Margréti Sigurðardóttur, þar sem tíundað var úthlutun fjárs til viðhalds á vegum í frístundahúsalöndum. Samkvæmt bréfinu var úthlutað 900.000,- kr. til fjögurra aðila. Í ljósi þessa munum við sækja aftur um styrk til okkar vegaframkvæmda næsta ár. Úthlutun fer fram á haustin.

2.   Vegamál innan Hestlands. Sigurjón Hjartarson hefur samþykkt að taka að sér að bera í veginn og setja niður 2 ræsi, annað er fyrir neðan Dagsláttu og hitt er fyrir neðan Rauða húsið á beygjunni þar sem vegurinn hefur verið sem verstur. Borið verður í að meðaltali um 10 cm lag af unnu efni, frávikin eru fyrir neðan Dagsláttu og Rauða húsið þar sem áætlað er að hækka veginn. Vegurinn skilast heflaður og þjappaður og greiðist 500.000,- kr. fyrir þennan áfanga en hann nær frá malbiki að vegamótum við Rauðahúsið. Beðið hefur verið eftir að verkið hæfist en menn hafa fallist á að eðlilegt sé að umferð um veginn minki. Segist Sigurjón vera á leið með vélarnar á svæðið þann 08.10.03.

3.   Heitt vatn. Áhugamenn um hitaveitu í Kiðjabergslandi og Hraunborgum hafa haft samband við Árna Friðriksson í Hestlandi um málið og greinir hann stjórninni frá því á fundinum. Um er að ræða áhugahóp um hitaveitu og hafur hann þegar gert einhverjar lauslegar kannanir, svo sem haft samband við Orkuveituna og hvar líklegt sé að finna heitt vatn.  Árni Friðriksson hefur fallist á að vera sá aðili fyrir hönd Hestlendinga í þessari áhugamannasveit um heitt vatn. Stjórnin gefur honum fullt umboð til að kanna þessi mál fyrir hönd félagsins og ber í því sambandi fullt traust til hans.

4.   Jenetta gjaldkeri leggur til fenginn verði fagmaður í endurskoðun úr röðum félagsmanna til að endurskoða reikninga félagsins, mun hún sjá um að hafa samband við þá er til greina kunnu að koma í því efni. Þetta er mál sem lagt verður upp með á næsta aðalfundi til kosningar um.

 

Fundinn skráði Edda Ástvaldsdóttir.