F O L A L D I Ð
Fréttablað Hests Landeigendafélags í Grímsnesi

 

 

3.tbl. 19 árg. Júlí 2011
________________________www.hestland.is________________________

Ágætu bændur í Hesti.

ÁRSHÁTÍÐ

Árshátíð Landeigendafélags Hests verður haldin með hefðbundnum hætti um Verslunarmannahelgina og fer fram laugardaginn 30. júlí. Að venju hefst árshátíðin kl. 13:00 á Brandarakeppni barna og að henni lokinni fer fram Hestlandsmeistaramót í kupp. Um kvöldið verður varðeldur með brekkusöng. Ólafur Þórarinsson ( Labbi sem var í Mánum ) leikur síðan og syngur fram eftir kvöldi.

Góða skemmtun!

HLIÐ

Hliðslá er nú inn í landið og ítrekum við, við alla sem leið eiga um að gert er ráð fyrir að einn bíll fari inn eða út í einu. Sláin er rafknúin og geta menn opnað og lokað annað hvort með fjarstýringu eða hringt í slána úr gsm númerum, aðeins þau númer sem sett hafa verið inn í hliðið. Hvert land getur mest haft 4 símanúmer, ef þarfir eru aðrar bendum við á fjarstýringar. Lýsing er við slána og einnig vögtunarmyndavél, muna að brosa ( *_ * )

Formaður
Edda Ástvaldsdóttir