Ágætu sumarhúsaeigendur.
Núna í vetrarbyrjun vildi ég minna ykkur á að ganga vel frá eignum ykkar hér í sveitarfélaginu, kalt vatn, heitt vatn, frárennsli og lausir munir.
Veiturnar okkar eru í nokkuð góðu standi um þessar mundir. Nýbúið að skipta um dælur í holunum í Vaðnesi og við Kringlu, kaldavatnslögnin frá Borg, niður að Hraunborgum virkar vel og búið að taka í notkun miðlun fyrir ofan vatnsbólið við Björk. En munum að vatnið er ekki óþrjótandi og grunnvatnsstaðan lág, þannig að það er óþarfi að bruðla mikið með þessa auðlind.
Sorphirða gengur vel og nánast ekki neitt í gámunum sem þar á ekki að vera. Ljúft og skylt að þakka það !
Endilega látið mig vita ef verða breytingar á stjórnum félaga, þannig að allir séu í sambandi.
Símahlið hafa verið að ryðja sér til rúms og eru við að bregðast við því, reynt er að halda utan um númer og staðsetningu hér hjá mér.
Ég vona að þið njótið haustsin og vetarins í húsunum ykkar hér í sveitarfélaginu
bestu kveðjur
Hörður Óli Guðmundsson