Ágætu formenn sumarhúsafélaga.
Eins og rætt var um voru gámarnir neðst á Sogveginum settir þar tímabundið og í leyfisleysi. Vegagerðin hefur séð í fingur sér fram að þessu en vegna slysahættu fór Vegagerðin fram á að gámarnir yrðu fjarðlægðir á tafar. Var það gert. Það eru gámar 1,5 km ofar á Sogsveginum, á plani við Sogsbakkanna. Það er von okkar að þeir gámar geti nýst vegfarendum. Þessir gámar eru eingöngu fyrir heimilissorp, á gámaplaninu við Seyðishóla eru gámar fyrir annað sorp og úrgang.
Aðeins hefur borið á því að eitthvað hefur lent í heimilissorpgámunum sem ekki á þar að vera, við skulum öll vanda okkur.
bestu kveðjur
Hörður Óli Guðmundsson