Föstudaginn langa verður hin árlega píslarganga á Hestfjall.
Mæting kl. 13,00 í Kinnhesti.
Sameinast verður í bíla og ekið á upphafsreit, en Halldór Júlíusson mun leiða hópinn.
Göngutími er áætlaður um 3– 4 tíma en að göngu lokinni verður heitt kaffi og Sæmundur á boðstólnum í Kinnhesti.
Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta í göngu endilega koma og fá sér tíu dropa og spjall með göngufólkinu í Kinnhesti en heitt verður á könnunni um kl. 16,30
Maður er manns gaman, sjáumst hress.